Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fuglar Norðurland

Vatnsnes Hvítserkur

Milli Hvammstanga og Blönduóss eru mörg vötn, lón og mýrlendi, sem iða af fuglalífi. Þar bíða hundruð  Kríaálfta á vorin eftir því, að hálendisvötnin losni úr klakaböndum. Fálkar verpa í hamrabeltum í grennd við Vesturhóp. Skagafjörður er líka þekktur fyrir fuglalíf. Þar eru aðalhvíldarstöðvar helsingja á leið til og frá Grænlandi. Við árósa Héraðsvatna, nærri Sauðárkróki er tilvalið að skoða ýmsar fuglategundir. Þar eru m.a. flestar andategundir landsins, margar tegundir vaðfugla, s.s. lóuþræll, spói og jaðrakan. Drangey iðar af bjargfugli og mest er um langvíu. Tvö fálkapör a.m.k. verpa þar líka.Við Eyjafjörð eru margir árósar, þar sem eru margar sömu tegundir og í Skagafirði, t.d. hávella í ósum Eyjafjarðarár. Storm- og hettumávar eru þar á nokkrum stöðum. Á Akureyri er mikið um skógarþröst og auðnutittling og gráþröstur hefur verpt þar nokkrum sinnum. Hrísey státar af miklum fjölda rjúpna. Á Grímsey eru athyglisverð fuglabjörg og þar er einn örfárra staða á landinu, þar sem hugsanlegt er að koma auga á haftyrðil, sem er minnstur svartfugla. Músarindill er algengur í Vaglaskógi.

Mývatnssvæðið er óvéfengjanleg paradís fuglaskoðara. Þar er aragrúi fuglategunda, þ.á.m. allar 16 andategundir landsins. Við ósa Laxár eru stór æðarvörp og á ánni sjálfri eru straum-, gul- og húsendur. Algengustu andategundir við og á Mývatni eru duggönd og skúfönd. Aðrar algengar tegundir eru húsönd, hrafnsönd, hávella, toppönd, rauðhöfðaönd, gargönd, og urtönd, sem er algengust hálfkafara. Stokkönd, grafönd og skeiðönd eru óalgengari. Flórgoði er sjaldséður en sést, aðallega við norðvestanvert vatnið. Óvíða annars staðar á landinu er hrossagaukur og óðinshani algengari og nokkur pör fálka, smyrla og hrafna verpa víða á svæðinu. Víkingavatn í Kelduhverfi er oft kallað Litla-Mývatn vegna fjölda andategunda þar. Eitthvert stærsta skúmavarp landsins er á söndunum við Bakkahlaup í Kelduhverfi. Lítið súluvarp er á Rauðanúpi við Öxarfjörð norðaustanverðan. Fjalla- og ískjóar sjást stundum sem fargestir.

Meira um fugla

Myndasafn

Í grennd

Fuglar Íslands
Ísland státar ekki af fjölskrúðugri varpfuglafánu. Hér hafa sézt u.þ.b. 330 tegundir fugla, u.þ.b. 85 þeirra eru varpfuglar eða hafa reynt varp og u.þ…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )