Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Galdrar og galdrabrennur Norðurlandi

Hópið Húnaþingi

Galdrabrennur á Norðurlandi

Jón Rögnvaldsson 1625.

Sigurður á Urðum í Svarfaðardal varð fyrir mikilli ásókn sendingar, sem Jóni Eyfirðingi var kennt um. Hann átti að hafa vakið upp draug til að gera Sigurði mein. Draugsa tókst þó ekki að skaða Sigurð, en olli öðrum óskunda og drap nokkra hesta. Magnús Björnsson, sýslumaður í Vaðlaþingi, á Munkaþverá, fékk málið í hendur. Jón þverneitaði galdrasökum. Heima hjá honum fundust rúnablöð og grunsamlegum teikningum. Það var talið duga til að dæma hann á bálið. Hann var brenndur á Melaeyrum í Svarfaðardal. Mál hans kom aldrei fyrir þing og níu ár liðu til næstu galdrabrennu.

Erlendur Eyjólfsson 1669.

Jón Leifsson hélt því fram fyrir dauða sinn, að Erlendur hefði kennt honum galdur. Því mun séra Páll prófastur hafa sent Þorleifi Kortssyni lögmanni og Sigurði Jónssyni bréf, þar sem hann kennir Jóni um alla mæðuna, sem gekk yfir fjölskyldu hans í Selárdalnum, og vissulega væri Erlendur meðsekur. Þetta dugði til þess, að Erlendur var brenndur í Vesturhópi í Húnavatnssýslu sama ár. Hann viðurkenndi að hafa framið galdra og kennt öðrum.

Magnús Bjarnason 1675.

Ekkert lát varð á galdraofsóknum í Selárdal, þótt búið væri að brenna tvo menn. Húsfrúin varð aftur fárveik auk tveggja sona þeirra hjóna. Nú voru veikindi hennar af völdum Magnúsar í Arnarfirði í Barðastrandarsýslu. Hjá honum fannst að minnsta kosti einn galdrastafur og dómabók Þorleifs Kortssonar segir frá lostugri meðkenningu. Hann lét flytja Magnús til sín að Þingeyrum, dæmdi hann á bálið og brenndi hann í Húnavatssýslu.

Stefán Grímsson drengmenni 1678.

Hann var líklega ættaður úr Borgarfirði. Honum var meðal annars kennt um nytmissi átta kúa. Hann játaði margs konar brot eftir að dómur var upp kveðinn, s.s. hórdómsbrot og að hafa verið með glímustaf í skó sínum. Hann játaði ekki sakargiftir. Tengsl hans við mál séra Árna Jónssonar, sem strauk frá landinu áður en prestastefna tók mál hans fyrir, voru nefnd við málaferlin gegn Stefáni. Hann var brenndur í Húnavatnssýslu eftir dómsuppkvaðningu.

Heimildir: Ólína Þorvarðardóttir: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík, 2000.

Myndasafn

Í grennd

Galdrar og galdrabrennur á Íslandi
Galdrafárið í Evrópu hófst um 1480 og stóð fram undir 1700. Til Íslands bárust áhrifin frá Danmörku og Þýskalandi. Þeirra tók þó ekki að gæta hér að r…
Illdeilur og morð á Íslandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Íslandi  Austurland Svínafell Hvalnes Aðalból Njarðví…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )