Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rekaviður

Bolungarvík Hornströndum

Viðarreki hefur ætíð verið mikill við landið en þó mismunandi milli ára. Í þessu ella viðarsnauða landi var rekaviðurinn veigamikið búsílag og bjargaði mörgu heimilinu forðum. Líklega hefur byggð haldizt lengur víða norðanlands vegna þess, að fólk hafði þar nóg að brenna og eldivið skorti aldrei. Viðurinn var nýttur til ýmissa þarfa, s.s. til húsa-, báta- og húsgagnasmíði, bátavindur, askar, ker og kirnur voru smíðaðar og gert var til kola, svo að eitthvað sé nefnt. Börkurinn af drumbunum (upprúllaður í næfrur) var notaður til uppkveikju í eldavélum.

Ekki má gleyma nýtingu viðarins á Vestfjarðakjálkanum, þar sem flestar galdrabrennur fóru fram, enda nóg af rekaviki. Eignarhald á öllum sjávarreka takmarkaðist við jarðir og leiguskilmála og menn komu sér upp merkjum til að merkja drumba, ef þeir rákust á þá án þess að geta tekið þá strax. Viður, sem hefur legið lengi í sjó, er orðinn gegndrepa af salti og grjótharður, þannig að ending hans er ótrúleg eins og sjá má í sumum elztu byggingum landsins.

Norðanlands kemur timbrið aðallega frá stórfljótum Síberíu, s.s. Ob, Jenisej, Katanga og Lena. Norðaustlægir yfirborðsstraumar bera rekaviðinn til hafs þar til hann nær hafísnum og rekur með honum umhverfis Norðurpólinn á 4-5 árum. Þarna eru aðallega fura, lerki og lítið eitt af greni og ösp á ferðinni og mikið af viðnum sekkur til botns áður en hann nær til Íslandsstranda. Árið 1971 töldu vísindamenn, að rekhraðinn væri 400-1000 km á ári. Lengst úti í Dumbshafi losnar timbrið úr viðjum íssins og berst að landi með straumum og vindum. Víða norðvestan, norðan og norðaustanlands eru fjörur „hvítar” af rekaviði. Elztu tré, sem rak voru allt að 500 ára miðað við árhringi.

Sunnanlands rak minna á fjörur en þó var viðarreki talsverður. Mikið dró úr honum eftir að Ameríka fór að byggjast, en enn þá berst eitthvað með golfstraumnum frá fljótunum, sem stemma að ósum við Mexíkóflóa. Sunnlendingar áttu aðra viðarnámu að auki, sem fólst í mörgum skipunum, sem strönduðu á Suðurströndinni.

Vestan- og austanlands var og er eitthvað um rekavið, en hvergi í sama mæli og á Norðurströndinni.

Myndasafn

Í grennd

Galdrar og galdrabrennur á Íslandi
Galdrafárið í Evrópu hófst um 1480 og stóð fram undir 1700. Til Íslands bárust áhrifin frá Danmörku og Þýskalandi. Þeirra tók þó ekki að gæta hér að r…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )