Patreksfjörður er syðstur Vestfjarða og kauptúnið er utarlega við norðanverðan fjörðinn. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi og fiskvinnslu sem og þjónustu við nágrannasveitir. Á staðnum sjálfum og í nágrenni er margt áhugavert að sjá.
Einstök náttúrufegurð er þar allt í kring og ekki má missa af flug- og minjasafninu að Hnjóti, 25 km frá Patreksfjarðarkauptúni, sem óhætt er að segja að sé einstakt í sinni röð. Ýmis þjónusta stendur ferðamönnum til boða, bæði til sjós og lands. Má þar t.d. nefna ferðir út á Látrabjarg o.m.fl.
Vegalengdin frá Reykjavík er um Þ.B 420 km.