Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dynjandisfoss

Dynjandi Arnarfirði

Dynjandisfoss er mestur fossa á Vestfjörðum. Hann er í Dynjandisá, sem fellur í Dynjandisvog. Hún á upptök sín í nokkrum vötnum á Dynjandisheiði, aðallega í Eyjavatni (350m). Dynjandi fellur niður u.þ.b. 100 m hátt og bungumyndað berg. Hann er u.þ.b. 30 m breiður efst og 60 m neðst. Hann var aldrei nefndur annað en Dynjandi fyrr en einstaka menn fóru að kalla hann Fjallfoss á fyrri hluta 19. aldar.

Nöfnin Dynjandisfoss, Dynjandisá, Dynjandisvogur og Dynjandisheiði eru forn með þessari eignarfallsmynd. Bærinn Dynjandi stóð í nánd við ós Dynjandisár. Neðar í ánni eru Hundafoss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrísvaðsfoss og Sjóar- eða Bæjarfoss. Neðan við fossana eru rústir bæjarins Dynjandi, bílastæði, tjaldstæði og salerni.

Myndasafn

Í grend

Patreksfjörður
Patreksfjörður er syðstur Vestfjarða og kauptúnið er utarlega við norðanverðan fjörðinn. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi og fis ...
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Bot ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )