Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geithellnadalur

Geithellnar eða Geithellar eru fornt höfuðból.

Talið er, að þeir fóstbræður Ingólfur Arnarson og  Hróðmarsson hafi haft þar vetursetu í   fyrri ferð sinni til Íslands. Í túni bæjarins er völvuleiði. Líklega fékk bærinn nafn af helli í næsta nágrenni, sem er orðinn fullur af jarðvegi.

Geithellnadalur er langur og djúpur og skerst inn í hálendið austan og norðaustan Vatnajökuls. Dalurinn er víða grösugur og þar var talsverð byggð fyrrum. Geithellnaá fær mestan hluta vatns síns frá Þrándarjökli. Hraun er uppþornað gljúfur undan Múla í Áfltafirði. Þar er talið, að Geithellnaá hafi runnið áður, Í því er lítil tjörn, sem er kölluð Tröllatjörn. Þar veiddist silungur áður fyrr og veiðiþjófur einn varð fyrir óskemmtilegri reynslu, þegar hann reyndi að veiða þar. Skrímsli í skötulíki réðist á hann og elti, en hann slapp naumlega. Hann lagði svo á, að ekki skyldi veiðast branda í tjörninni eftirleiðis og það þykir hafa rætzt.

Geithellnaá er víða prýdd fossum og gljúfrum, þar sem hún þrengir sér í gegnum gljúfur og tröllahlöð.

Myndasafn

Í grend

Álftafjörður
Álftafjörður gengur suður úr Djúpi. Hann er um 12 km langur og 1½-2 km breiður og næstytztur fjarða  sunnan Djúps. Tveir stuttir dalir ganga inn úr f…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )