Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Geitland

Geitá Mynd: Christian Bickel fingalo af is.wikipedia.org

Geitland er tiltölulega gróðursnautt sand- og hraunflæmi milli Hvítár, Geitár og Geitlandsjökuls (Langjökull). Eldgígarnir, sem skópu hraunið eru við jökulræturnar sunnan Hafrafells. Gróðurflesjur í hrauninu þykja gott beitiland.

Samkvæmt Landnámu nam Úlfur Grímsson Geitland og miklar ættir er frá honum   komnar, þ.á.m. Sturlungar. Líklega hélzt byggð í Geitlandi fram að aldamótunum 1600 og merki hennar sjást a.m.k. á tveimur stöðum. Í efri hluta hraunsins hafa fundizt allt að 100 m langir hraunhellar. Svartá, sem kemur úr Langjökli, fellur um Geitlandið og sameinast Geit undan bænum Kalmanstungu áður en hún fellur til Hvítár.

Þjóðsagan segir frá hvernum Skriflu í Geitlandi. Eitt sinn voru blóðug föt manns, sem var drepinn, þvegin í hvernum. Gerist slíkt, hverfa hverirnir og færa sig úr stað. Skrifla flutti sig tvisvar af sömu ástæðu og endaði í Reykholti í Reykholtsdal, þar sem hún er enn þá og veitir vatni í Snorralaug.

Flest sumarhús Húsfellinga standa á Geitlandshrauni, en það nær allt að bænum á Húsfelli. Geitland var gert að friðlandi 1988.

 

Myndasafn

Í grennd

Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )