Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rangárkuml

Fornmannakumlanna, 2½ km austan Keldna á Rangárvöllum, var fyrst getið í upphafi 19. aldar. Þau eru   báðum megin núverandi leiðar um Miðveg. Margir menn voru greinilega grafnir á öðrum staðnum, þar sem fundust m.a. bronskringla, hringamél, hóffjöður, skeifa og þrjú spjót. Í hinu kumlinu, sem er í Árholtsbrún, fundust engin verðmæti önnur en útskorinn beinhólkur með myndum af tveimur hjartardýrum að bíta trjálauf.

Kristján Eldjárn gerði því skóna í bókinni „Gengið á reka”, að þarna væri e.t.v. kominn sönnun fyrir bardaganum við Knafahóla, sem Gunnar og Kolskeggur lentu í samkvæmt Njálssögu. Síðar dró Kristján í land með þessa kenningu í doktorsritgerð sinni.

Knafahólar eru u.þ.b. 4 km norðan Keldna. Samkvæmt Njálssögu sátu þar 30 menn fyrir bræðrunum Gunnari, Kolskeggi og Hirti. Þeir hopuðu niður að Rangá undan árásarmönnunum og þar sló í bardaga. Þar féll Hjörtur og 14 andstæðinganna áður en flótti brast í lið þeirra.

Fyrrum var byggð í kringum Knafahóla, þar sem nú er einungis sandorpið landslag.

Myndasafn

Í grennd

Hella, Ferðast og Fræðast
Hella á Njáluslóð Hella á Rangárvöllum er kauptún á bökkum Ytri-Rangár. Þorpið byggðist upp á þjónustu við landbúnaðinn og þar er nú verzlun, iðnaður…
Keldur
Keldur eru stórbýli og kirkjustaður á Rangárvöllum. Þær voru í Keldnaþingum, sem voru aflögð 1880 og  samtímis var sóknin færð að Odda. Katólskar kirk…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )