Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hella

Hella

Hella á Rangárvöllum er kauptún á bökkum Ytri-Rangár. Þorpið byggðist upp á þjónustu við landbúnaðinn og þar er nú verzlun, iðnaður og góð ferðaþjónusta. Aðstaða er þar til fyrirmyndar fyrir hestamenn á Gaddstaðaflötum og þykir mikil upplifun að vera þar á hestamannamóti. Þar er haldin mikil fjölskylduhátíð „Töðugjöld” í júlí ár hvert. Hella er á „Njáluslóð”, mikið um merka sögustaði úr Njálu í grenndinni og boðið er upp á ferðir á Njáluslóðir með góðri leiðsögn frá Njálusetrinu á Hvolsvelli. Dagana 17. og 21. júní árið 2000 riðu yfir jarðskjálftar, sem áttu upptök rétt norður af Hellu,norðantil í Landsveit og rétt við vegamót Skeiða og þjóðvegar #1. Nokkrar skemmdir urðu á mannvirkjum, u.þ.b. 40 hús gjöreyðilögðust en ekkert manntjón varð. Skjálftarnir mældust 6.5 stig á Richter. Rangárnar eru með fengsælustu laxveiðiám landsins og eru leyfi til veiða í þeim seld við verði sem flestir ráða við.

Góður flugvöllur er við Hellu og halda svifflugmenn gjarnan landsmót sín þar enda aðstaða til svifflugs afar góð. Hótel- og gistiaðstaða er góð á Hellu og fjölbreyttar veitingar í boði.

Vegalengdin frá Reykjavík er 94 km.

 

Myndasafn

Í grend

Ásólfsskáli
Ásólfsskáli er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni, Ásólfi alskik að nafni. Hann k ...
Ægissíða
Ægissíða er bær við Ytri-Rangá gegnt Hellu í Djúpárhreppi. Í túninu voru 12 misstórir hellar í móbergslandslaginu, gerðir af manna hön ...
Bergþórshvoll
Bergþórshvoll er prestsetur og bær í Vestur-Landeyjum. Kirkjurnar í Akurey og á Krossi tilheyra prestakallinu. Bergþórshvoll stendur á lágri ...
Einhyrningur
Einhyrningur (750m) er milli Tindfjalla og brúarinnar yfir Markarfljót á Emstruleið. Eins og nafnið bendir til er hann hyrndur og brattur en þó ...
Emstrur
Emstrur eru gróðurlítið afréttarland Hvolhrepps í Rangárvallasýslu. Þetta svæði er norðvestan   Mýrdalsjökuls og þar eru nokkur stök ...
Eyvindarmúli
Eyvindarmúli er fyrrum kirkjustaður í Fljótshlíð. Nafnið er komið frá Eyvindi Baugssyni, sem  Landnáma   segir hafa búið þar fyrstur. ...
Gunnarsholt
Gunnarsholt heitir eftir Gunnari Baugssyni, afa Gunnars á Hlíðarenda, sem þar bjó samkvæmt Landnámabók. Bærinn, sem var áður stórbýli, st ...
Hallgeirsey
Hallgeirsey er bær í Austur-Landeyjum, skammt austan Affalls. Landnáma segir Hallgeir austmann hafa búið þar fyrstan. Árið 1897 var þar lögg ...
Hekla
Hekla stendur á u.þ.b. 40 km langri gossprungu með na og sv stefnu, en sjálft fjallið er nærri 5 km langt. Hæð þess losar 1500 m. Talið er a ...
Hellar í Landssveit
Hellar eru bær og hellar í Landssveit. Hellarnir eru þrír og hafa verið notaðir sem geymslur, hlaða, fjárhús o.fl. Þessir hellar eru mannger ...
Hlíðarendi
Hlíðarendi er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Þórláki biskupi.   Sóknin var flutt til Teigs ár ...
Keldur
Keldur eru stórbýli og kirkjustaður á Rangárvöllum. Þær voru í Keldnaþingum, sem voru aflögð 1880 og samtímis var sóknin færð að Odda ...
Kirkjubær
Stórbýlið Eystri- og Vestri-Kirkjubær er á miðjum Rangárvöllum. Austan þess er Kirkjubæjarsíki, sem fær síðar nafnið Strandarsíki. Ár ...
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum
Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Núna er búið a ...
Leirubakki
Leirubakki á Landi er gömul jörð og höfuðból að fornu og nýju. Staðarins getur víða í fornum sögum, svo sem Byskupasögum og Sturlungu o ...
Oddakirkja
Oddakirkja er í Oddaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Oddi hefur verið kirkjustaður frá upphafi .  kirkjan var byggð fyrir ábendingu ...
Oddi
Oddi var eitt mesta lærdóms- og höfðingjasetur landsins að fornu. Prestsetrið stendur neðst í tungunni   milli Rangánna, rétt hjá mótum ...
Rangárkuml
Fornmannakumlanna, 2½ km austan Keldna á Rangárvöllum, var fyrst getið í upphafi 19. aldar. Þau eru báðum megin núverandi leiðar um Miðveg ...
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum hringvegurinn, SÖGUFERÐ Á EIGIN VEGUM HRINGVEGURINN Á 7 DÖGUM (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opn ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )