Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kirkjubær

Stórbýlið Eystri- og Vestri-Kirkjubær er á miðjum Rangárvöllum. Austan þess er Kirkjubæjarsíki,   sem fær síðar nafnið Strandarsíki. Áratugum saman hefur Kirkjubær verið kunnur fyrir hrossarækt en fyrrum var hann eitt sögusviða Njálu. Þangað sendi Hallgerður langbrók Melkólf þræl sinn til að stela mat úr búri Otkels eftir að hann hafði neitað að selja Gunnari Hámundarsyni mat og hey. Af þessu spunnust miklar deilur og málaferli. Talið er, að nafn bæjarins sé eldra en kristni, þótt engin skýring hafi fundizt á því. Engu að síður var Kirkjubær kirkjustaður áður fyrr. Árið 1930 var grafið fyrir húsi að Kirkjubæ. Þá komu upp mannabein, sem voru talin tilheyra fornum grafreit.

 

Myndasafn

Í grennd

Hella
Hella á Njáluslóð Hella á Rangárvöllum er kauptún á bökkum Ytri-Rangár. Þorpið byggðist upp á þjónustu við landbúnaðinn og þar er nú verzlun, iðnaður…
Suðurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrý…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )