Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrútsvatn

Hrútsvatn er í Ása- og Djúpárhreppi í Rangárþingi. Stærðin er 2,2 km², hæð yfir sjó 3,5 m og mesta dýpi  hrutsvatn 1,5 m. Það gruggast mjög í hvassviðri. Afrennslið er skurður frá 1910 til Þverlækjar og Andalækjar, sem rennur til Frakkavatns.

Þjóðvegur 275 liggur rétt hjá Hrútsvatni, en mýrlendi liggur að vatninu á þrjá vegu. Nokkuð er af smáum urriða og bleikju í vatninu. Netaveiði hefur verið nokkur. Þjóðsagan segir, að í vatninu sé mórauður hrútur, sem verður helzt vart á haustkvöldum, þegar vont veður er í aðsigi.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 85 km og 30 km frá Selfossi.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …
Þjórsá
Mynd Urriðafoss Þjórsá lengsta á landsins. Landnáma skýrir á eftirfarandi hátt frá nafngift árinnar: „Þórarinn hét maður, son Þorkels úr Alviðru Hal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )