Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gunnarsholt

Gunnarsholt heitir eftir Gunnari Baugssyni, afa Gunnars á Hlíðarenda, sem þar bjó samkvæmt Landnámabók. Bærinn, sem var áður stórbýli, stendur við jaðar Hekluhrauna. Snemma á 19. öld varð að færa bæinn vegna sandfoks og jörðin fór alveg í eyði árið 1925.

Ári síðar hófst sandgræðsla og nú er allt orðið iðjagrænt, þar sem var auðnin ein. Jörðin er ríkiseign.   Höfuðstöðvar Sandgræðslu ríkisins hafa verið þar í áratugi. Þar er skógrækt, tilraunastarfsemi með ýmsar plöntur og grös, fræhúðun og miðstöð fræsöfnunar, aðallega til dreifingar úr flugvélum fyrrum, en nú annast tæki á jörðu niðri sáningu og dreifingu áburðar. Heykögglaverksmiðja var starfrækt, þar sem nú er fræhúðun. Fyrsta holdanautabú (galloway; Þerney) landsins var þar. Stóðhestastöð er rekin að Gunnarsholti. Í landi jarðarinnar er Akurhóll, sem er hæli fyrir drykkjusjúklinga. Rekstur þess var lagður niður 1. október 2003.

Í lok árs 2007 kom út bók um sögu landgræðslu á Íslandi í eina öld. Hún heitir „Sáðmenn sandanna” eftir Friðrik G. Olgeirsson. Ritnefndarmenn voru Andrés Arnalds, Guðjón Magnússon og Sveinn Runólfsson.
Í lok árs 2009 kom út ævisaga Valgerðar Halldórsdóttur og Runólfs Sveinssonar, skóla- og sandgræðslustjóra, „Ræktun fólks og foldar”, eftir Friðrik G. Olgeirsson. Synir hjónanna, Þórhallur, Sveinn og Halldór, fylgdu bókinni úr hlaði.

Myndasafn

Í grend

Hella
Hella á Njáluslóð Hella á Rangárvöllum er kauptún á bökkum Ytri-Rangár. Þorpið byggðist upp á þjónustu við landbúnaðinn og þar er nú verzlun, iðnaður…
Hellar í Landssveit
Hellar eru bær og hellar í Landssveit. Hellarnir eru þrír og hafa verið notaðir sem geymslur, hlaða, fjárhús o.fl. Þessir hellar eru manngerðir, höggn…
Hvolsvöllur
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )