Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þerney

Þerney

Þerney er á Kollafirði. Milli hennar og Álfsness er Þerneyjarsund, sem var í alfaraleið á miðöldum, þegar þar var helzti verzlunarstaðurinn í þessum landshluta áður en hann fluttizt upp í Hvalfjörð. Eyjan var í ábúð fram á 20. öld og fyrrum var þar líka kirkja.

Árið 1933 voru fjórir tarfar af mismunandi holdakyni og kálffull Galloway kvíga sótt til Skotlands. Þessum gripum var komið fyrir úti í Þerney í einangrun, sem var skynsamleg ráðstöfun, því að einn tarfanna bar með sér sveppasjúkdóm, hringorm eða hringskyrfi. Kálfur kvígunnar var geymdur í eldhúsinu á bænum í eyjunni. Þessum gripum var, að kálfinum undanskildum, lógað í janúar 1934 eftir mikið japl, jaml og fuður milli ráðuneyta. Þessum kálfi, nauti, var skotið undan og hann fluttur til Blikastaða, þar sem hann var skírður Brjánn og var í umsjá Magnúsar bónda. Þaðan rataði Brjánn að Gunnarsholti, að Sámsstöðum og loks lenti hann á Hvanneyri hjá Runólfi Sveinssyni á síðustu árum hans þar.

Runólfur hóf að fikra sig áfram með markvissa skyldleikaræktun og hugðist sameina í afkomendum hans eiginleika holdakynsins og íslenzka mjólkurkynsins. Árið 1948 ákvað hann að taka upp holdanautabúskap að Gunnarsholti og safnaði saman stofninum víðsvegar að í hjörð holdanauta, meðal annars frá Hvanneyri og byrjaði að framrækta hana og kynbæta. Árið 1954 voru á þriðja hundrað gripir í nýrækt upp á 300 ha, sem voru að helmingi svartur foksandur 1947.

Myndasafn

Í grennd

Eyjarnar í Kollafirði
Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglse…
Gunnarsholt
Gunnarsholt heitir eftir Gunnari Baugssyni, afa Gunnars á Hlíðarenda, sem þar bjó samkvæmt Landnámabók. Bærinn, sem var áður stórbýli, stendur við jað…
Kollafjörður
Kollafjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Seltjarnarness og Kjalarness en almennt nær þetta nafn aðeins  víkina næst Esju. Kollafjörður og Mógilsá eru…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )