Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ásólfsskáli

Ásólfskirkja
Mynd: Ásólfsskálakirkja

Ásólfsskáli er bær og kirkjustaður undir Vestur-Eyjafjöllum. Landnámabók segir frá írskum, kristnum manni, Ásólfi alskik að nafni. Hann kom og reisti sér skála á staðnum. Fiskgengd var mikil í læknum, sem rann við skálann.

Landnámsmaðurinn Þorgeir hinn hörski Bárðarson rak Ásólf á brott og sagði hann sitja að veiðistöð sinni. Þá byggði Ásólfur annan skála nokkuð vestar, þar sem er Mið-Ásólfsskáli. Þá varð Miðskálaá full af fiski og Ásólfur var enn gerður brottrækur. Hann byggði enn skála, þar sem heitir Yztiskáli, og þá kom fiskgengd í Írá. Þetta kostaði hann algeran brottrekstur úr héraði og hann gerðist helgimaður á Ytra-Hólmi á Akranesi.

Írárfoss í Írá er mjög fallegur og blasir við frá þjóðveginum. Ofar í ánni er annar fallegur foss, Hestafoss.

Myndasafn

Í grennd

Hvolsvöllur
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )