Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Melar í Leirár og Melasveit

Melar í Leirár- og Melasveit voru fyrrum bústaður Melamanna, sem voru komnir af Reykhyltingum.

Til þeirra er rakin Melabók Landnámu og af þeim féllu fjórir menn í Bæjarbardaga.

Melar urðu snemma prestsetur og eignir kirkjunnar voru Eystra-Súlunes, báðir Skorholtsbæirnir, Arkarlækur, England, skógur undir Hafnarfjalli, Seleyri og önnur ítök. Bjarni Arngrímsson (†1821), brautryðjandi í garðrækt, skildi eftir sig tvö rit um hana til leiðbeiningar.
Langafi Vigdísar Finnbogadóttur, forseta, séra Jakob Finnbogason, var prestur þar. Einn forkvöðla um stofnun fornminjasafns, séra Helgi Sigurðsson (†1888), var síðasti prestur að Melum, því kirkjan var lögð af 1883 og lögð til Leirársóknar. Ágangur sjávar var og er mikill á jörðina, þannig að bæði kirkjugarður og fyrrum bæjarstæði hvarf í sjó. Við sjóinn eru allt að 30 m háir móbergsbakkar með 12.000 ára skeljaseti.
Á jörðinni er ein hinna mörgu, svokölluðu dómhringahleðslna.

Myndasafn

Í grennd

Belgsholt í Mela og Leirársveit
Belgsholt er í Mela- og Leirársveit. Þar mótar fyrir garðhleðslum umhverfis líklegan kirkjugarð, því   þarna var hálfkirkja, og dómhring. Hvort tveggj…
Bessastaðir – Álftanes
Bessastaðir - Sveitafélagið Álftanes Sveitarfélagið Álftanes nær yfir Álftanesi og mörk hans eru þar sem nesið er mjóst á milli Skógtjarnar og Lambhú…
Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Leirá
Leirá í Leirár- og Melasveit var löngum kirkjustaður og höfðingjasetur. Þar sat Árni Oddsson (1592-1665) lögmaður eftir 1630 og við embættinu tók Bau…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )