Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stafholt

Snorri Sturluson

Stafholt í Borgarfirði

Í Egilssögu er getið um liðveizlubeiðni Steinars Önundarsonar við Einar goðorðsmann gegn Þorsteini á Borg. Snorri Sturluson bjó í þrjú ár að Stafholti og gifti þaðan dóttur sína Þórdísi Þorvaldi Vatnsfirðingi. Sonur Snorra, Órækja, bjó þar, unz frændi hans, Sturla Sighvatsson, hrakti hann úr landi. Hann kom til baka að þremur árum liðnum eftir að Sturla var fallinn en var óvinsæll í héraðinu. Árið eftir að Snorri Sturluson var drepinn í Reykholti (1241) hröktu Kolbeinn ungi og Gizzur Þorvaldsson hann úr landi og hann kom ekki heim á ný.

Í Kirkjusögu Finns Jónssonar er sagt frá sögnum um klaustur að Stafholti. Stafholtskirkja átti gífurlegar eignir, jarðir og ítök.

 

Myndasafn

Í grennd

Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Illdeilur og morð á Íslandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Íslandi  Austurland Svínafell Hvalnes Aðalból Njarðví…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )