Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vallhólmur, Skagafirði

Vallhólmur (Hólmurinn) er flatlendið milli Húseyjarkvíslar og Héraðsvatna, aðallega framburður   Jökulánna. Þarna eru valllendisbakkar og mýrar og ágæt engjalönd. Flóð í Vötnunum frjóvga landið. Hlutafélagið Vallhólmur var stofnað 1982 til rekstrar grasmjölsverksmiðju, sem stendur enn þá. Stórir hluta jarðanna Löngumýrar og Krossaness í Seyluhreppi voru ræstir fram fyrir verksmiðjuna, sem var reist sumarið 1982 norðan Löngumýrar. Aðalstöðvar félagsins voru í nýbýlinu Lauftúni, beint niður af Varmahlíð. Örlög þessara verksmiðja um all land urðu svipuð, starfsemi var að mestu hætt og svo hefur verið um árabil síðan.

Vallalaug eða Vallnalaug er austan Ytra-Vallholts. Þar var þingstaður að fornu og nýju fyrir Seylu-, Lýtingsstaða- og Akrahreppa. Líklega var Skúli Magnússon síðastur sýslumanna til að þinga þar. Hann var sýslumaður 1737-1749. Þarna er jarðhiti.

Þarna fengu Sturlungar hugboð um hin miklu örlög, sem biðu þeirra. Þá sagði Sturla Sighvatsson: „Ef þeir hafa vald yfir mér frændur mínir, þá hygg ég, að mér sé dauðinn einn ætlaður. En það veit guð með mér, þó að ég eig vald á þeim, að einskis þeirra blóði skal ég út hella”.

Hinn 22. maí 1849 söfnuðust saman 120-160 Skagfirðingar saman við Vallalaug áður en þeir riðu til Möðruvalla í Hörgárdal til að lýsa vanþóknun sinni á valdstjórninni, embættisfærslu Gríms Jónssonar amtsmanns og krefjast þess, að hann segði af sér. Þessi ferð var nefnd Norðurreið Skagfirðinga. Þeir voru 40-50 saman og nokkrir Eyfirðingar slógust í hópinn. Amtmaður var fársjúkur og komst ekki nógu snemma í leppana til að hitta gestina, sem skildu eftir skrifleg mótmæli á hurð hana. Hann lézt 7. júní sama ár

Myndasafn

Í grennd

Geldingaholtsbardagi og Seylukirkja
Geldingaholt er gamalt höfuðból og eitt af stórbýlum héraðsins í margar aldir og kemur víða við sögu á Sturlungaöldinni, þegar valdabaráttan stóð sem …
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )