Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Heggstaðir Andakílshreppi

Heggstaðir voru þingstaður Andakílshrepps og þar er hringlaga rúst, sem er friðlýst sem forn   dómhringur. Suður frá bænum er kletturinn Gálgi undir Gálgaholtum og rétt norðan þeirra er Gálgaskarð. Engar sagnir eru til af aftökum þar en munnlegar heimildir geta funda mannabeina þar. Rannsóknir benda til, að margir ætlaðir dómhringir séu ekki frá þjóðveldistímanum. Þó er talið að einhvers konar girðingar hafi tíðkast á hreppaþingstöðum. Dómar voru lesnir hér a.m.k. frá lokum 15. aldar.

Í Egilssögu er getið landnámsmannsins Heggs á Heggsstöðum. Þegar Egill Skallagrímsson var sjö ára var hann að leik við Grím, 11 ára son Heggs, og varð undir í leiknum. Þá mun Egill hafa drepið son hans. Í eftirmálum þessa atviks, bardaga á Laxfit við Grímsá, særðist Heggur til ólífis og Kvígur bróðir hans féll. Munnmæli herma, að bræðurnir og húskarlar Heggs hafi verið grafnir innan dómhringsins. Einnig er til sú sögn, að ábúendur Heggstaða skuli endurbæta hringinn, þannig að Heggi og körlum hans búnist þar vel.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Illdeilur og morð á Vesturlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Vesturlandi. Breiðabólstaður Ferstikla Galdrar og galdrabrennur Su…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )