Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Selvík, Skagaheiði

Selvík er bezti lendingarstaður Skagafjarðarmegin á Skaga. Rústir verbúða eru greinilegar á Selnesi við   víkina norðanverða. Þýzkaleiði gefur til kynna komur þýzkra kaupmanna á öldum áður og um aldamótin 1900 stóðu kaupmenn á Sauðárkróki fyrir talsverðri verzlun og fiskverkun þar. Um tíma voru uppi áætlanir um að gera Selvík að aðalútflutningsstað fyrir lifandi búfénað á Norðurlandi. Samnefndur bær er á Selnesi.

Kolbeinn ungi Arnórsson fór þaðan með 400 manna flota sinn á Jónsmessunótt 1244 til Vestfjarða, þar sem hann ætlaði að finna Þórð kakala fyrir. Samtímis var Þórður á leið yfir Húnaflóa úr gagnstæðri átt og hittust þeir á leiðinni, þar sem mikil sjóorrusta hófst. Kolbeinn hafði betur.

Myndasafn

Í grennd

Bergskáli á Skaga
Á Bergskála bjó refaskyttan Gunnar Einarsson og kenndi sig við Bergskála á Skaga. Hann var fæddur  árið 1901 og andast árið 1959. Lenti í tveimur alva…
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )