Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Glóðafeykir

Glóðafeykir (910m) blasir við sjónum þeirra, sem koma akandi úr vestri niður í Skagafjörð af Stóra- Vatnsskarði. Hann er tilkomumikið og formfagur með reglulegum og tröppulaga hraunlagastöflum fyrir ofan Flugumýri.

Árið 1551 sendi Danakonungur hermenn sjóleiðis til Íslands til að berja niður mótþróa Norðlendinga gegn siðbótinni eftir að Jón Arason biskup hafði verið líflátinn. Þeir tóku land í Eyjafirði og héldu í vesturátt. Þegar lagskona Jóns heitins, Helga, fékk fréttir af þessari herför, hélt hún ásamt flestum öðrum konum á Hólum í hlíðar Glóðafeykis, þar sem þær héldu til í felulituðu tjaldi. Hún tók með sér öll verðmæti, sem hún komst með, og heimamenn færðu henni og fylgikonum hennar mat og aðrar nauðsynjar á meðan þær voru í felum.

Myndasafn

Í grennd

Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )