Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Myrká

Dalvík

Myrká er bær og fyrrum prestssetur og kirkjustaður í Hörgárdal. Einhver frægasta draugasaga í  íslenzkum þjóðsögum er ættuð þaðan. Hún fjallar um samdrátt milli stúlku og djákna frá Myrká. Sambandið var stutt á veg komið, þegar djákninn drukknaði í Hörgá á leiðinni til stúlkunnar, sem hann hafði boðið til jólagleði á Myrká. Hann lét drukknunina ekki aftra sér frá því að sækja hana og fara með hana heim. Á leiðinni skein í bera hauskúpu djáknans vegna sára, sem ísinn á ánni hafði valdið. Stúlkunnu varð þá ljóst, að hún var að ferðast með framliðnum manni en lét ekki á neinu bera. Þegar heim var komið ætlaði djákninn að draga hana með sér niður í opna gröf en stúlkan náði að hringja klukkunni í sáluhliði kirkjunnar og djákninn steyptist niður í gröf sína.

Kirkja stóð á Myrká fram á 20. öldina en þá var sóknin flutt til Bægisár. Prestur sat á Myrká fram yfir miðja 19. öldina. Kirkjugarðurinn er enn þá notaður og þar er sáluhlið með klukku eins og í sögunni. Séra Páll Jónsson (1812-1889) var meðal presta staðarins. Hann orti m.a. sálmana „Ó Jesú bróðir bezti” og „Sigurhátíð sæl og blíð”.
Mynd: Djákninn frá Myrká

Myndasafn

Í grennd

Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )