Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Möðrufell

Möðrufell er bær í Hrafnagislhreppi í Eyjafirði. Ari Jónsson, sonur Jóns Arasonar biskups, bjó þar. Hann var lögmaður og fylgdi föður sínum að málum. Hann var handtekinn með honum að Sauðafelli í Dölum og lét lífið á höggstokknum í Skálholti 1550.

Einn fjögurra holdsveikraspítala landsins var að Möðrufelli. Nokkrar úrskornar fjalir úr fornum húsum, sem stóðu að Möðrufelli, eru varðveittar í Þjóðminjasafninu.

Ofan bæjar er gróf urð, sem hrundi úr Möðrufellsfjalli. Þar þreifst reynitré öldum saman, sem var talið helgitré og sögur og ljóð sköpuðust um. Á Skriðu og Akureyri eru elztu tré sömu gerðar afkomendur þessa trés.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )