Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Aðalból. Jökuldal

Aðalból í er innsti bær í Jökuldalshreppi og meðal þeirra bæja, sem eru lengst frá sjó á landinu, 100 km í  og 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þekktur úr sögu Hrafnkels Hallfreðarsonar Freysgoða. Hrafnkelssaga er meðal styttri Íslendingasagna og þótti trúverðug, m.a. vegna heils söguþráðar og ýkjulausrar frásagnar, en margir hafa dregið hana í efa á síðari tímum.

HrafnkelsdalurMinjar um búsetu í Hrafnkelsdal til forna hafa fundizt á Aðalbóli og annars staðar og örnefni í landi bæjarins minna á söguna. Samkvæmt henni hafði Hrafnkell goðorð í Hrafnkelsdal og Jökuldal. Hann var mikill fyrir sér og var „ójafnaðarmaður mikill, en menntur vel“. Hann hafði gefið hestinn Freyfaxa Frey til jafns á móti sér, því hann hafði miklar mætur á því goði, og lagt bann við að aðrir riðu hestinum en hann sjálfur.

Smali hans vann sér það til óhelgi að ríða hestinum og Hrafnkell drap hann umsvifalaust eins og hann hafði heitið. Af þessum sökum var Hrafnkell dæmdur sekur og missti jörð og goðorð. Hann settist að á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og náði eignum sínum aftur og bjó að Aðalbóli til dauðadags.

Gambramýrar eru í landi Aðalbóls og þar örlar á jarðhita. Upp úr Hrafnkelsdal liggur jeppavegur inn á Vesturöræfi að Snæfellsskála og Eyjabökkum.

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á Austurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Austurlandi. Aðalból Gröf Hvalnes Illdeilur og morð á …
Illdeilur og morð á Íslandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Íslandi  Austurland Svínafell Hvalnes Aðalból Njarðví…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )