Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þyrill

Þyrill er fjall (388m) og bær við innanverðan Hvalfjörð. Nafn fjallsins er talið dregið af miklum  sviptivindum, sem oft gera vart við sig. Í fjallinu finnast margar sjaldgæfar tegundir geislasteina (zeolit), s.s. epistibit, sem hefur aðeins fundizt í þremur löndum.

Þorsteinn gullknappur, sem drap Hörð Grímkelsson, bjó að Þyrli (Harðarsaga og Hólmverja). Mörg örnefni á þessu svæði koma fyrir í Harðarsögu. Helga, kona Harðar, synti í land úr Geirshólma með tvo syni sína nóttina eftir að Hörður og aðrir Hólmverjar höfðu verið drepnir og tók land í Skipalág austan Helguhóls. Hún kleif fjallið og fór um Helguskarð og flúði til mágkonu sinnar í Skorradal. Austar í fjallinu er Indriðastígur, þar sem Indriði bóndi á Indriðastöðum í Skorradal fór niður að Þorsteini gullknappi til að hefna fyrir víg Harðar.

Myndasafn

Í grend

Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall Akrakirkja Akraneskirkja Akureyjar (Skarðsströnd) Akureyjar í Helgafell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )