Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haugsnes, Blönduhlíð í Skagafirði

Haugsnes er sögustaður í Blönduhlíð í Skagafirði, á flötunum við Djúpadalsá. Þar var   háður blóðugasti bardagi Sturlungaaldar, 18. apríl 1246. Fyrirliðar hinna stríðandi fylkinga voru Þórður kakali Sighvatsson og Brandur Kolbeinsson. Þá réði Þórður Eyjafirði og Þingeyjarþingi en Brandur öllum héruðum vestan Öxnadalsheiðar að Hrútafjarðará. Þegar leið á bardagann, brast flótti í lið Brands, sem var tekinn og drepinn. Þar heitir nú Róðugrund, því að þar var sett upp róða eftir vígið.

Sturlunga segir svo frá bardaganum: „Var þetta hin snarpasta orrusta, svo að engin hefur slík orðið á Íslandi, bæði að fjölmenni og mannfalli“. Þórður kakali náði ríki á öllu Norðurlandi um skeið eftir Haugsnesbardaga.

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )