Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fossá

Fossá og Fossárdalur

Fossá á upptök sín í Líkárvatni og heitir í fyrstu Líká. Menn, sem voru eitt sinn við silungsveiðar í vatninu misstu bát sinn frá sér, er þeir voru úti í hólma og sultu í hel.
Fossá myndar marga fossa á leið sinni til sjávar í innanverðum Berufirði. Hún fellur í Fossárvík fyrir neðan klettana Fossárdalsklif. Nykurhylur er undir neðsta fossinum. Þar var nykur, sem lengi var reynt að losna við en það tókst ekki fyrr en skírnarvatni var hellt í ána eftir skírn á bæ í dalnum. Á flóði þurfti að sundríða ána eða þræða klifin í hlíðinni fyrir ofan. Brúin, sem var byggð 1954, bætti samgöngur verulega.

Fossárdalur er umlukinn háum fjöllum og þar sést ekki til sólar í 18 vikur á veturna. Þar eru sagðir hafa verið allt að 18 bæir fyrrum og sérstök sókn. Hann á að hafa eyðzt í svartadauða snemma á 15. öld en byggzt aftur á hinni sautjándu. Enn þá móar fyrir bæjarrústum á nokkrum stöðum. Þarna fannst næla frá víkingaöld 1953. Eini bærinn í byggð í dalnum er Eyjólfsstaðir.

Margir ferðamenn stanza við Fossárósa á leið sinni til að leita að fallegum steinum og kristöllum. Fallegt útsýni býðst frá Fossárdalsklifum á leið inn í dalinn, bæði niður í klifið og yfir vesturhluta Berufjarðar í góðu veðri.

Myndasafn

Í grennd

Berufjörður
Berufjörður er milli Hamarsfjarðar og Breiðdalsvíkur, u.þ.b. 20 km langur og 2-5 km breiður.   Búlandstindur, sunnan fjarðar og yzt, setur mikinn svip…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )