Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Áshildarmýri, Skeiðum

Sögustaðurinn Áshildarmýri

Áshildarmýri er sögustaður og forn samkomustaður neðarlega á Skeiðum. Ólafur tvennumbrúni nam Skeiðin skv. Landnámu. Kona hans var Áshildur. Að Ólafi látnum lagði Þorgrímur örrabeinn hug á hana en sonur hennar, Helgi, var á móti ráðahagnum. Hann sat fyrir Þorgrími fyrir neðan Áshildarmýri og drap hann.

Árið 1496 söfnuðust djarfir bændur úr Árnesþingi þar saman til að mótmæla ánauð og kúgun danskra yfirvalda og kröfðust umbóta í stjórn landsins. Þarna örlaði á frelsisbaráttu, sem fer ekki mikið fyrir í sögunni, sem er til frá þessum myrku tímum Íslendinga. Skógarlundur með minnismerki til að minnast þessa atburðar var girtur af og umhverfis er smám saman að spretta upp sumarhúsahverfi.

Það er vel þess virði, að aka að bílastæðinu við lundinn í Áshildarmýri og kíkja á minnismerkið. Aðeins örstutt ganga.

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á Suðurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á Sudurlandi Apavatn Áshildarmýri Bergþórshvoll Galdrar og galdrabr…
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )