Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kalmanstunga

Kalmanstunga

Katanes var bústaður Kalmans hins suðureyska, sem fluttist búferlum að Kalmanstungu í Mýrarsýslu eftir að synir hans tveir drukknuðu í Hvalfirði. Í lok 19. aldar komst á kreik saga um skrímsli í Katanestjörn og marga fýsti að sjá það. Landshöfðingi réði Sigfús Eymundsson, ljósmyndara, til að ná mynd af því og Andrés Fjeldsted til að skjóta það. Hvorki sást haus né sporður af skrímslinu, enda var það líklega hugarfóstur tveggja stráka, sem varð svona vel ágengt með lygasögu sína. Landshöfðingi neitaði að greiða Andrési fyrir ómakið, svo hann leitaði til dómstóla. Síðar var tjörnin ræst fram og hvarf.

Faxaflóahafnir keyptu jörðina í lok nóvember 2006. Hluti hennar á að nýtast til viðbótar hafnaraðstöðu á svæðinu.

Kalmanstunga. Nafn bæjarins er komið frá landnámsmanninum Kalmani hinum suðureyska. Hann flutti byggð sína frá Katanesi eftir að synir hans drukknuðu í Hvalfirði.

Vestan Kalmanstungu er ljósgrýtisfjallið Tunga, þar sem voru fyrrum bæirnir Brenna, þar sem Kári Kýlansson var brenndur inni, og Bjarnastaðir. Knud Zimsen, borgarstjóri í Reykjavík, lét reisa sumarhúsið Bjarkargil 1940. Kirkja var byggð að Bjarnastöðum og fjöldi manns var grafinn í kirkjugarði hennar. Í Kalmanstungu var kirkja til 1812. Kötlutún eða Sturlustaðir eru aðeins austar, sunnan Strúts. Ofan rústanna þar er Stóri-Ketill, þar sem hverinn Skrifla er sagður hafa verið fyrst áður en hann flutti sig í þremur áföngum að Reykholti vegna þess að blóði stokkin föt saklauss manns, sem var veginn, voru þvegin í honum.

Kalmanshellir. Kalman bóndi Stefánsson (1930-) kannaði þennan helli í Hallmundarhrauni norðan Þrístapafells í Jökulkróki. Hellirinn er u.þ.b. 1 km langur og ógreiðfær vegna hruns á gólfi og víða eru göt í lofti hans. Innst var hann lokaður af ísi og langur hluti hans er á tveimur hæðum. Þak neðri hæðarinnar virðist víða mjög ótryggt.

Kalmanshellir í Hallmundarhrauni var friðlýstur föstudaginn 19. ágúst árið 2011. Hellakerfið er friðlýst sem náttúruvætti og er um 4 km langt.

Vopnalág er fjórum kílómeturm innan Surtshellis í landi Kalmanstungu sunnan Norðlingafljóts. Þar komu Borgfirðingar Hellismönnum að óvörum eftir að bóndasonurinn frá Kalmanstungu ávann sér traust þeirra. Hann komst síðan frá þeim og gerði byggðamönnum aðvart. Hellismenn voru dauðþreyttir eftir langa smalamennsku og sváfu í láginni. Sumir voru drepnir þar, aðrir á flótta, en Eiríkur einfætti komst undan yfir Eiríksjökul og þaðan á skip til útlanda. Vopnalág er í laginu eins og skeifa og grösug.

Myndasafn

Í grennd

Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )