Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvítárbakki

Á 11. öld bjó bóndi að nafni Sveinn að Hvítárbakka (Bæjarsveit). Grettir Ásmundason stal frá honum merinni Söðulkollu og sendi honum boð um, að hann hyggðist eiga næturstað að Gilsbakka. Sveinn reið þangað til að heimta merina aftur og sat með Gretti alla nóttina við kveðskap, þannig að þeir skildu vinir um morguninn. Þórður kakali flúði að Bakka undan Kolbeini unga árið 1242.

Lýðháskóli Sigurðar Þórólfssonar (1869-1929) var rekinn þar á árunum 1905-20 og var síðan fluttur að
Sigurður skrifaði margar greinar og bækur um almenn fræði og gaf út búnaðarblaðið Plóg 1897-1907. Anna Sigurðardóttir stofnaði Kvennasögusafnið 1931. Um tíma var rekið gistiheimili að Hvítárvöllum og staðurinn bundinn samningi við varnarliðið í nokkur ár. Árið 2003 var rekin þar aðildarstofnun Félags íslenzkra uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga (FÍUM). Árið 2006 var komin bændagisting að Hvítárbakka.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Reykholt í Reykholtsdal
Sögustaðurinn Reykholt Reykholt í Reykholtsdal er einhver merkasti sögustaður landsins, ekki sízt vegna búsetu Snorra Sturlusonar. Margir telja han m…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )