Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eilífsdalur, Hvalfjarðarströnd

Esjan

Eilífsdalur gengur suður að hátindi Esju (914m) úr Kjósinni. Samnefndt býli er í mynni hans. Helgi bjóla  fékk Eilífi, skipverja sínum, bústað þar. Mælt er, að Eilífur hafi verið heygður á Eilífstindi, ofan bæjar. Utan dalsins er keilulagaður og friðlýstur Orrustuhóll.

Kjalnesingasaga segir, að Bræðurnir Helgi og Vakur Arngrímssynir í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hafi veitt Búa Andríðarsyni eftirför við 12 mann, en Búi hafði einn til fylgdar á leið til skips í Hrútafirði. Búi sá eftirförina og bjó um síg á hólnum og safnaði að sér grjóti meðan tími vannst til. Hann lét það dynja á fjendunum og tók svo til vopna. Hann drap sex og særði hina áður en Eilífur bóndi kom og skakkaði leikinn. Þá var Búi enn þá ósár.

Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!

Myndasafn

Í grennd

Esjan
Esjan er mest áberandi fjall handan Kollafjarðar og upp af Kjalarnesi. Eftir sameiningu Reykjavíkur og  1998 er hún innan höfuðborgarinnar. Hæsti stað…
Ferðavísir, ferðast og fræðast
Skipulag ferðar Ein leið við að skipuleggja ferðalag um landið okkar er að velja þann landshluta sem fyrst skal heimsækja. Þaðan er síðan hægt að …
Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )