Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eilífsdalur

Eilífsdalur gengur suður að hátindi Esju (914m) úr Kjósinni. Samnefndt býli er í mynni hans. Helgi bjóla fékk Eilífi, skipverja sínum, bústað þar. Mælt er, að Eilífur hafi verið heygður á Eilífstindi, ofan bæjar. Utan dalsins er keilulagaður og friðlýstur Orrustuhóll.

Kjalnesingasaga segir, að Bræðurnir Helgi og Vakur Arngrímssynir í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hafi veitt Búa Andríðarsyni eftirför við 12 mann, en Búi hafði einn til fylgdar á leið til skips í Hrútafirði. Búi sá eftirförina og bjó um síg á hólnum og safnaði að sér grjóti meðan tími vannst til. Hann lét það dynja á fjendunum og tók svo til vopna. Hann drap sex og særði hina áður en Eilífur bóndi kom og skakkaði leikinn. Þá var Búi enn þá ósár.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )