Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Esjan

Esjan

Esjan er mest áberandi fjall handan Kollafjarðar og upp af Kjalarnesi. Eftir sameiningu Reykjavíkur og  1998 er hún innan höfuðborgarinnar. Hæsti staður hennar var lengi talinn Hátindur (909m), sem er næstur Móskarðshnúkum, en síðar var bungan ofan Gunnlaugsskarðs mæld 914 m. Austan Móskarðshnúka er Svínaskarð, gömul alfaraleið, og austan þess er Skálafell með endurvarpsstöð og skíðabrekkum. Ýmis örnefni prýða Esjuna, s.s. Kistufell austan Þverfellshorns og Kerhólakambur vestan þess. Tveir síðarnefndu staðirnir eru mest notaðir til gönguferða á Esjuna. Þegar haldið er upp Þverfellshornið, hefst gangan frá Mógilsá, en leiðin upp á Kerhólakamb (852m) liggur upp frá Esjubergi.

Talið er, að Esjan hafi myndast á fyrri hluta ísaldar, fyrir u.þ.b. 2,5 milljónum ára. Hún byggðist upp úr blágrýtis og móbergslögum og talsvert er um innskot og bergganga í fjallinu. Sums staðar hefur móbergið ummyndast og fengið ýmsa liti. Nafn fjallsins er gjarnan rakið til þessa móbergs en það þýðir tálgusteinn og bæjarnafnið Kléberg er sömu merkingar. Kalk fannst í landi Mógilsár og árið 1873 var farið að flytja það sjóleiðis til Reykjavíkur, þar sem það var brennt í ofni fyrir neðan Arnarhól. Þessi starfsemi varð nafngjafi Kalkofnsvegar. Kalkið reyndist vel og var notað til ýmissa bygginga en starfsemin stóð ekki undir sér. Árin 1916-17 var reynt að endurvekja kalkvinnsluna án árangurs.

Örlygur hinn gamli Hrappson nam land frá Mógilsá að Ósvífurslæk. Patrekur hinn helgi, biskup á Suðureyjum, vitraðist honum og sagði honum að setjast að á Íslandi, þar sem hann sæi þrjú klofin fjöll af hafi (Esjan, Akrafjall og Hafnarfjall). Hann sá þau ekki í fyrstu atrennu og sigldi of langt til norðurs og afleiðingin var nafngift Patreksfjarðar á Vestfjörðum. Líkur eru leiddar að því, að hann hafi byggt kirkju að Esjubergi. Búi Andríðarson, aðalsöguhetja Kjalnesingasögu, bjó þar síðar. Þar er friðlýst grjótdys u.þ.b. 2 km austan bæjar.

Mógilsá er við botn Kollafjarðar er. Þar hóf Skógrækt ríkisins starfsemi 1967. Ríkið hóf rekstur klak- og uppeldisstöðvar fyrir lax á jörðinni Kollafirði um svipað leyti. Við norðanverðan fjörðinn er Leiðvöllur, sem sumir telja fundarstað Kjalarnesþings hins forna. Þorsteinn Ingólfsson (Arnarsonar) er talinn stofnandi þess. Það var síðar flutt að Elliðavatni og endanlega að Þingvöllum árið 930.

Móskarðshnúkar í Kjós (807m; ríólít) eru austan Esju. Þeir eru ljósir, líkt og séu þeir ævinlega baðaðir sól. Austasti hnúkurinn er hæstur. Svínaskarð, alfaraleið milli Mosfellsdals og Kjósar fyrrum, er milli þeirra og Skálafells (771m).

Skálafell (771m) er austan Svínaskarðs. Þar er farskipta- og endurvarpsstöð. Skíðasvæðið KR er í suðurhlíðunum. Fleiri íþróttafélög byggðu aðstöðu þar.

Heimildir segja að Jólaveinarnir, Lepplúði og Grýla eiga þar heima og koma til byggða 12. desember ár hvert!!

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um Höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna um …
Harpan
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpan Á hafnarbakkanum þar sem Austurbugt og Ingólfsgarður mætast var reist tónlistar- og ráðstefnuhús sem þjóðin hafði…
Jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði
Íslensku jólasveinarnir Gömlum heimildum ber ekki saman um fjölda jólasveinanna hér á landi og fjöldinn er jafnvel mismunandi eftir landshlutum. Sumi…
Kollafjörður
Kollafjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Seltjarnarness og Kjalarness en almennt nær þetta nafn aðeins  víkina næst Esju. Kollafjörður og Mógilsá eru…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Ýmsir áhugaverðir staðir í stafrófsröð
Áhugaverðir staðir í stafrófsröð Ábæjarkirkja Skagafirði Aðalból Aðaldalur Aðalvík á Hornströndum Akrafjall Akrakirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )