Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gautavík

Gautavík er bær við norðanverðan Berufjörð. Hann stendur þar við samnefnda vík, þar sem var lengi  og   kaupstaður. Rústir hans sjást enn þá. Þær eru friðaðar og hafa verið rannsakaðar lítillega.

Þangbrandur prestur kom þar fyrst að landi, þegar hann kom hingað í erindum Noregskonungs til að kristna Íslendinga. Hann var þýzkur og gerðist hirðprestur Ólafs konungs Tryggvasonar. Honum er lýst sem ofstopamanni í Kristnisögu og ófærum til kristniboðs, enda var hann sagður bera biblíuna í annarri hendi og sverð í hinni.

Annálar 14. og 15. alda geta Gautavíkurhafnar sem aðalhafnar Austurlands. Þjóðverjar ráku verzlun á staðnum en færðu sig yfir fjörðinn á síðari hluta 16. aldar, fyrst í Fúluvík og síðan í Djúpavog. Bærinn í Gautavík varð fyrir skriðu sumarið 1792 og hjónin á bænum fórust.

Myndasafn

Í grennd

Berufjörður
Berufjörður er milli Hamarsfjarðar og Breiðdalsvíkur, u.þ.b. 20 km langur og 2-5 km breiður.   Búlandstindur, sunnan fjarðar og yzt, setur mikinn svip…
Hamarsdalur
Hamarsdalur og Hamarsá Hamarsdalur er þröngur og langur dalur, sem gengur upp úr Hamarsfirði og er oft nefndur   Bragðavalladalur að sunnanverðu, sun…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )