Maríuhöfn er forn verzlunarstaður við Laxárvog utan- og norðanverðan í Hvalfirði. Allt frá þjóðveldisöld var Maríuhöfn meðal aðalsiglingastaða landsins og í annálum er víða getið um skipakomur í Hvalfjörð. Skálholtsbiskupar sigldu oft þaðan utan og þangað út.
Svartidauði barst þangað með klæðum Einars Herjólfssonar árið 1402. Hann andaðist í hafi og klæðin voru afhent ættingjum hans. Búðasandur er vestan Maríuhafnar. Ofan lónsins þar, milli sands og sjávar, eru margar búðarústir kaupstaðarins.
Líklega lagðist Maríuhöfn af á 15. öld, þegar kuggar komu til sögunnar. Þeir voru djúpskreiðari og þurftu dýpri hafnir.
- Hvað er líkt með Maríuhöfn Hvalfirði og Mariupol Úkraníu:
Maríuhöfn fékk Svartadauða !! Mariupol fékk Rauðann Her !