Íslenski ferðavefurinn

 • endursetja

Maríuhöfn

Maríuhöfn er forn verzlunarstaður við Laxárvog utan- og norðanverðan í Hvalfirði. Allt frá þjóðveldisöld   var Maríuhöfn meðal aðalsiglingastaða landsins og í annálum er víða getið um skipakomur í Hvalfjörð. Skálholtsbiskupar sigldu oft þaðan utan og þangað út.

Svartidauði barst þangað með klæðum Einars Herjólfssonar árið 1402. Hann andaðist í hafi og klæðin voru afhent ættingjum hans. Búðasandur er vestan Maríuhafnar. Ofan lónsins þar, milli sands og sjávar, eru margar búðarústir kaupstaðarins.

Líklega lagðist Maríuhöfn af á 15. öld, þegar kuggar komu til sögunnar. Þeir voru djúpskreiðari og þurftu dýpri hafnir.

 • Hvað er líkt með Maríuhöfn Hvalfirði og Mariupol Úkraníu:
  Maríuhöfn fékk Svartadauða !!  Mariupol fékk Rauðann Her !!

  Roðinn í Austri lævískur er
  Hann sendir okkur sprengjur og rauðann her
  Ef þú hugsar þar um mannúðar-mál
  Verður þá sendur á hæli með bilaða sál. !!

  Mariupol’ (Zhdanov 1948-89) er mikilvæg hafnarborg og miðstöð járnbrauta og iðnaðarí Suðaustur-Úkraínu við ósa Kalmiusárinnar við Azovshaf. Þar eru stálver, skipasmíðastöðvar, efnaverksmiðjur og niðursuðuverksmiðjur fyrir fisk. Þar eru einnig rannsóknarstofur málmiðnaðarins. Grikkir, sem bjuggu á Krímskaga, stofnuðu borgina árið1779. Í síðari heimsstyrjöldinni hersátu Þjóðverjar borgina á árunum 1941-43 og ollu mikilli eyðileggingu. Hún var kölluð Zhdanov í 41 ár til heiðurs A.A. Zhdanov, sem var embættismaður kommúnistastjórnarinnar. Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 520 þúsund.

Myndasafn

Í grennd

Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Hvammsvík
Hvammsvík er jörð í Kjósarhreppi. Hvammur er landnámsjörð samkvæmt Landnámabók en Hvammsvíkur er fyrst getið sem hjáleigu á sautjándu öld. Breski og b…
MARIUPOL ÚKRAÍNA
Mariupol' (Zhdanov 1948-89) er mikilvæg hafnarborg og miðstöð járnbrauta og iðnaðarí Suðaustur-Úkraínu við ósa Kalmiusárinnar við Azovshaf. Þar eru st…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )