Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Húnaflói

Frá Vatnsnesi

Húnaflói milli Stranda og Skaga er stærstur norðlenzkra fjarða. Mesta breidd hans er í kringum 50 km  Kaldbakshornmilli Skaga og Krossaness. Lengd hans frá mynni að Þingeyrarsandi er u.þ.b. 50 km og 100 km í botn Hrútafjarðar. Strandamegin er hann mjög vogskorinn og suður úr honum ganga þrír stórir firðir. Hann er mjög misdjúpur og undirlendi að honum er minnst að vestanverðu. Talsverð fiskgengd er í flóanum og þar eru góð rækjumið. Hafíss gætir oft í Húnaflóa og stundum lóna stórir jakar þar sumarlangt.

Árið 1244 háðu Kolbeinn ungi Tumason og Þórður kakali einu sjóorrustuna, sem háð hefur verið hérlendis, ef þorskastríðin eru ekki talin með. Þá fór Kolbeinn með tæpan sigur af hólmi, þótt hann hefði ofurefli liðs.

Myndasafn

Í grennd

Selvík, Skagaheiði
Selvík er bezti lendingarstaður Skagafjarðarmegin á Skaga. Rústir verbúða eru greinilegar á Selnesi við   víkina norðanverða. Þýzkaleiði gefur til kyn…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )