Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grábrókarhraun

grabrokarhraun

Grábrókarhraun er meðal úfnustu apalhrauna hérlendis. Það rann frá Grábrókargígum í Norðurárdal   fyrir 3600-4000 árum (á skilti við gígana stendur, að þeir séu u.þ.b. 3000 ára) og er vaxið mosa, lyngi og trjágróðri. Grábrók er stærst gíganna þriggja á gossprungu með stefnu norðvestur til suðausturs.

Gígarnir voru friðlýstir sem náttúruvætti 1962 eftir að búið var að nema úr þeim talsvert gjall til ofaníburðar. Hraunið sjálft er á náttúruminjaskrá. Ganga upp á Grábrók er auðveld, þar sem búið er að koma fyrir tröppum upp erfiðustu hjallana, og fólk er beðið um að halda sig einungis á þeim stíg. Útsýni er fagurt af Grábrók í góðu veðri og stutt þaðan í aðrar náttúruperlur, s.s. Hreðavatn, Paradísarlaut og fossinn Glanna í Norðurá.

Skammt austan Grábrókargíga er bærinn Dalsmynni. Þaðan liggur vegur #60 norður um Merkjahrygg (Brattabrekka) til Búðardals og Vestfjarða. Landnáma getur Rauða-Björns sem landnámsmanns þar.

Aðrar skemmtilegar gönguleiðir, bæði stuttar og langar liggja um svæðið meðfram Norðurá og alla leið að Múlakoti og Jafnaskarði.

Myndasafn

Í grennd

Bifröst
Bifröst í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við á leið sinni um Borgarfjörð. Umhverfið er mjög ólíkt l…
Norðurá
Áin kemur upp í Holtavörðuvatni og er fyrst bara spræna, en síðan síast alls konar lækir og kílar og ár í  og á endanum er hún vatnsmikil bergvatnsá.…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )