Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hof í Álftafirði

Hof er bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Álftafirði. Katólsku kirkjurnar voru helgaðar Maríu guðsmóður. Prestssetrið var flutt að Djúpavogi 1905 og kirkjan var byggð 1896. Þarna bjó Böðvar hvíti Þorleifsson, sem „nam land inn frá Leiruvogi dali þá alla, er þar liggja og út annan veg til Múla…; hann reisti þar hof mikið”, eins og Landnáma segir.

Síðu-Hallur bjó þarna síðar, áður en hann flutti að Þvottá eftir að dökkar dísir höfðu drepið Þiðranda, son hans. Í Hofstúni sést Þiðrandalág, þar sem hann var drepinn. Séra Bjarni Guðmundsson var síðasti katólski presturinn á Hofi. Hann stóð einn presta í Múlaþingi gegn boðun hins nýja siðar og lét af prestskap fremur en að gera það.

Myndasafn

Í grennd

Hof í Álftafirði
Hof er bær, kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Álftafirði. Katólsku kirkjurnar voru helgaðar Maríu guðsmóður. Prestssetrið var flutt að Djúpavogi 19…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )