Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrafnagil, 12 km sunnan Akureyrar

Hrafnagil er stórbýli frá fornu fari, fyrrum kirkjustaður og prestssetur í Hrafnagilshreppi, 12 km sunnan  Akureyrar. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula og útkirkja var í Kaupangi. Sóknarkirkjan var flutt til Akureyrar 1863 en prestur sat staðinn til 1880. Nafnkunnastur presta staðarins er Jón Arason, síðar Hólabiskup. Hann þjónaði á Hrafnagili 1508-19. Þorsteinn Ketilsson (1688-1754) þjónaði Hrafnagilssókn frá 1716 til dánardægurs. Hann var álitinn einhver bezti kennimaður um sína daga í Hólabiskupsdæmi og var meðal biskupskandídata.

Samkvæmt Sturlungu var eitt níðingslegasta víg Sturlungaaldar unnið að Hrafnagili. Þar tók Þorvarður Þórainsson Þorgils skarða Böðvarsson af lífi um jólin 1258. Þorgils þótti einn efnilegasti höfðingi á landinu en Þorvarði fannst hann ganga á sinn hlut í Eyjafirði. Þorgils hafði gert vel til Þorvarðar og varð hann mjög óvinsæll af þessu ódæði.

Á Hrafnagili er að þróast byggð og þar er grunnskóli og félagsheimilið Laugaborg (1960). Eldri samkomustaður sveitarinnar var við Hrafnagilslaug. Hitaveita Akureyrar boraði eftir heitu vatni í landi Hrafnagils. Í hverfinu við Hrafnagil eru gróðurhús með veitingastað og Jólaland.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )