Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gröf, Eiðaþinghá

Gröf er eyðibýli í Eiðaþinghá. Þar varð maður nágranna sínum bana í afbrýðiskasti 1729 með því að skera næstum af honum höfuðið.

Morðinginn var hand- og hálshöggvinn, enda var þetta talið með ógeðfelldari ódæðum. Höfuð og hönd voru staursett öðrum til viðvörunar. Annálar frá 1692 segja frá því, að fimm heimamenn hafi fundizt látnir, uppþembdir, þrútnir og kviðsprungnir. Þar fannst silungur á diski, sem var talinn hafa verið baneitraður öfuguggi.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Illdeilur og morð á Austurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Austurlandi. Aðalból Gröf Hvalnes Illdeilur og morð á …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )