Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hús staðarins hefur verið endurbyggt og er þar nú veitingarstaðurinn Café Riis, en þar eru skemmtilegar myndir af Hólmavík, sem gefa fólki kost á að kynnast sögu Strandamanna.
Góð silungsveiði er í nærliggjandi vötnum og ám og boðið er upp á ferðir til Grímseyjar. Fjöldamargt fleira er hægt að gera sér til afþreyingar í Hólmavík og nágrenni og gestrisni heimamanna viðbrugðið. Vegalengdin frá Reykjavík er um 270 km.
Samgöngur:
Strætóleið 59 ekur á milli Borgarness og Hólmavíkur alla fös og sun.
Hægt er að taka strætó á milli Mjóddar og Borgarness.
Sagan:
Flugfélagið Vængir hóf póst- flug 04.10 1973 á leiðinni Reykjavfk, Hólmavík, Gjögur og til baka til Hólmavík. Flogið var með lækni frá Hólmavik til Gjögurs. Áformað var að fljúga tvisvar í viku á þessari leið ef veður leyfir.
Flugstjórinn í þessari fyrstu ferð var Birgir Sumarliðsaon, sem sýðar varð flugrekstrarstjóri Vængja, sem er eigandi og uppfærir nat.is.
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).