Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bjarnarfjörður syðri

Bjarnarfjörður syðri á Ströndum er stuttur og á milli Valshöfða og Balafjalls, næstur norðan   Steingrímsfjarðar. Breiður og grösugur dalur inn af honum er velgróinn og þar eru sundlaug, nokkur býli og grunnskóli (Klúka). Sunnudalur og Goðdalur teygjast inn í Trékyllisheiði. Bæir voru í báðum dölum. Goðdalabær fór í eyði eftir snjóflóð í desember 1948.

Bjarnarfjarðará, góð veiðiá, rennur um dalinn. Bjarnarfjarðarháls er milli Bjarnar- og Steingrímsfjarðar. Uppi á honum er fjöldi vatna og tjarna, melar og mýrar. Urriðavatn er u.þ.b. 2 km2 og þar er ágæt silungsveiði. Hálsins er getið í Njálssögu vegna ferðar Ósvífurs og þar er talað um mikinn skóg. Nú er varla hríslu að sjá. Vítt og breitt umhverfis fjörðinn má finna jarðhita, sem er notaður til húshitunar og sundlaugarinnar. Landnámsmannsins Bjarnar er getið í Landnámu. Svanur, sonur hans, bjóð að Svanshóli. Hann gekk í Kaldbakshorn eftir dauðann skv. Njálssögu. Björn var afi Hallgerðar langbrókar.

Goðdalur er eyðibýli síðan 1954. Sögur segja, að þar hafi staðið Hof. Sjaldgæft stinnastef (Juncus squarrosus) vex þar og þar er einnig jarðhiti. Snjóflóð féll að Goðdalabæinn í desember 1948. Fjórum sólarhringum síðar vitnaðist um slysið. Bóndinn, Jóhann Kristmundsson, og tvennt annað fannst með lífsmarki. Jón lifði af fótalaus en 6 manns dóu. Goðdalur hefur ekki byggzt síðan, en veiðihús stendur nærri bæjarhúsunum.

Myndasafn

Í grennd

Bjarnarfjarðará
Bjarnarfjarðará er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Áin er fremur stutt, en til hennar falla ár miklu  lengra komnar, Sunnudalsá og Goðdalsá, sem e…
Bjarnarfjörður nyrðri
Bjarnarfjörður nyrðri er sunnan Skjaldarbjarnarvíkur, 4-5 km langur og tæplega kílómetri á breidd.   Skriðjökull úr Drangajökli gengur niður í fjarðar…
Djúpavík
Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði. Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður t…
Goðdalur
Goðdalur er eyðibýli í samnefndum dal inn úr Bjarnarfirði syðra. Munnmæli herma, að þar hafi staðið hof á heiðnum tíma og álagablettir eru víða. Ein …
Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )