Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bjarnarfjörður nyrðri

Bjarnarfjörður nyrðri er sunnan Skjaldarbjarnarvíkur, 4-5 km langur og tæplega kílómetri á breidd.   Skriðjökull úr Drangajökli gengur niður í fjarðardalinn.

Þjóðsagan segir, að 19 manns hafi farizt í Þröskuldargili. Árið 1955 var grafin upp kofatótt í Langanesgili í sunnanverðum firðinum. Talið er, að þar hafi Fjalla-Eyvindur átt skjól um tíma. Meyjarmúli er sunnan fjarðar og utan hans er Drangey auk fleiri skerja og hólma.

Langt er liðið síðan þarna var byggð, en finna má seltóttir. Jökulsáin Bjarnarfjarðarós rennur um dalinn til sjávar.

Myndasafn

Í grennd

Bjarnarfjörður syðri
Bjarnarfjörður syðri á Ströndum er stuttur og á milli Valshöfða og Balafjalls, næstur norðan   Steingrímsfjarðar. Breiður og grösugur dalur inn af hon…
Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )