Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bjarnarfjarðará

Veiði á Íslandi

Bjarnarfjarðará er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Áin er fremur stutt, en til hennar falla ár miklu  lengra komnar, Sunnudalsá og Goðdalsá, sem eru nokkuð langt að komnar miðað við ár á Vestfjarðakjálkanum.

Eftir að þessar ár hafa sameinast bera þær nafnið Bjarnarfjarðará. Vel er gróið meðfram ánni og gott að komast að veiðistöðum. Í ánni er sjóbleikja og veiðin oft ágæt. Einnig verður stundum vart við lax, en þá helst við eða í Goðdalsá. Veiðistaðir eru margir og hafa verið leyfðar 4 stangir á dag. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 300 km  og u.þ.b. 30 km frá Hólmavík.

Myndasafn

Í grennd

Goðdalur
Goðdalur er eyðibýli í samnefndum dal inn úr Bjarnarfirði syðra. Munnmæli herma, að þar hafi staðið hof á heiðnum tíma og álagablettir eru víða. Ein …
Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Kaldbaksvatn
Kaldbaksvatn er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. það er 0,56 km², nokkuð dúpt og í 2 m hæð yfir sjó.  rennur í gegnum það. Þjóðvegur 643 liggur ré…
Strandasýsla
Strandasýsla liggur að vestanverðum Húnaflóa, nær frá Geirólfsgnúpi að norðan að Hrútafjarðará og Holtavörðuheiði að sunnan. Sýslan er 2630 km². Strön…
Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )