Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Goðdalur

Strandir
]

Goðdalur er eyðibýli í samnefndum dal inn úr Bjarnarfirði syðra.

Munnmæli herma, að þar hafi staðið hof á heiðnum tíma og álagablettir eru víða. Ein  sjaldgæfasta jurt landsins, stinnasef (Juvus spuarrosus), vex þar og víða eru heitar uppsprettur og laugar.

Bærinn fór í eyði í desember 1948, þegar snjóflóð fell á hann úr Hólsfjalli. Allt fólkið var heima nema þrjú börn hjónanna, sem voru í skóla, þegar ósköpin dundu yfir. Veðrið var afspyrnu slæmt í marga daga, þannig að enginn kom til Göðdals fyrr en fjórum dögum eftir flóðið. Aðeins bóndinn og dóttir hans voru með lífsmarki en stúlkan dó skömmu síðar.

Sex manns fórust í snjóflóðinu og þess var minns 1998, þegar minnisvarði var afhjúpaður neðan Bjarnarfjarðarháls, u.þ.b. 300 m frá neðstu beygjunni.

Mynd: Ásrún Elmarsdóttir

Myndasafn

Í grennd

Bjarnarfjarðará
Bjarnarfjarðará er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Áin er fremur stutt, en til hennar falla ár miklu  lengra komnar, Sunnudalsá og Goðdalsá, sem e…
Bjarnarfjörður syðri
Bjarnarfjörður syðri á Ströndum er stuttur og á milli Valshöfða og Balafjalls, næstur norðan   Steingrímsfjarðar. Breiður og grösugur dalur inn af hon…
Djúpavík
Djúpavík er í landi Kjósar, gamals eyðibýlis, sem er í hálfhringlaga dalkvos í Reykjarfirði. Árið 1917 var Guðjón Jónsson, fyrsti íbúinn, skráður t…
Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )