Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bær í Hrutafirði

Arndís auðuga Steinólfsdóttir nam land út frá Borðeyri og settist að á Bæ. Landnámabók segir, að Bálki Blængsson, sem var fyrstur landnámsmanna við Hrútafjörð, hafi búið síðustu æviárin á Bæ. Bær var og er höfuðból, fyrrum setur sýslumanns og þingstaður Bæjarhrepps til 1979 en þá var hann fluttur að Borðeyri. Bær er kostajörð og þar eru nú tvö lögbýli.

Á Bæjarnesi, sem gengur í sjó fram, eru friðlýstar náttúruminjar, s.s. steingervingar nákuðunga. Bæjarey, Baldhólmi og nokkur sker eru fyrir landi og þar er nokkuð æðarvarp og reki. Meðal annarra hlunninda jarðarinnar er mór, silungsveiði í vötnum og grasatekja.

Meðal kunnra ábúenda var Þorleifur Kortsson, sýslumaður og lögmaður norðan og vestan, sem vann sér orðstír fyrir afskipti af galdramálum og dugnaði við að koma fólki á bálið. Rétt innan túns eru taldar vera fornar dysjar, Þrælahaugar eða Þrælshaugar. Séra Búi Jónsson skrifaði lýsingu Prestbakkasóknar um miðja 19. öld og segist hafa fundið mannabein í haugunum.

Myndasafn

Í grennd

Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð við botn Hrútafjarðar annast þjónustu fyrir ferðamenn. Árið 2008 varð sú breyting á veglínu að gamli skálinn fór úr alf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )