Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Árneskirkja, Strandir

arneskirkja gamla

Árneskirkja er í Árnesprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi.

Árnes er bær, kirkjustaður og fyrrum   prestssetur í Trékyllisvík. Séra Ljótur Refsson er fyrsti presturinn, sem getið er þar, 1237 (Flóabardagi 1244).

Sóknin er ein hin víðlendasta á landinu en orðin mjög fámenn og hefur löngum verið þjónað frá Hólmavík.

Gamla kirkjan, sem enn stendur uppgerð 1990-92, var vígð 1850. Hún er elzta húsið á Ströndum. Altaristaflan er eftir Carl Fries (1859). Ljóshjálmur og skírnarskál eru forn og kaleikurinn frá 1786.

Hin nýja var vígð í september 1991. Hún stendur hinum megin við þjóðveginn. Guðlaugur Gauti Jónsson, arkitekt, teiknaði hana. Útlit hennar er sótt í Reykjaneshyrnu. Blágrýtisstuðlarnir, sem standa undir altarinu, voru teknir úr fjörunni í sveitinni.

Fyrrum var líklega verið kirkja að Bæ. Þar mótar fyrir kirkjugarði. Þjóðsagan segir, að hún hafi verið flutt að Árnesi vegna þess að þar sást loga ljós á kvöldin og var staðurinn því talinn helgari.

Myndasafn

Í grennd

Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )