Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Feykishólar

Feykishólar eru eyðibýli í Hvalsárdal úr Hrútafirði á Ströndum. Örnefnið Kirkjuhóll á jörðinni bendir til bænhúss eða kirkju þar fyrrum.

Samkvæmt þjóðsögunni lagðist hún af á sérstæðan hátt. Draugur nokkur eignaðist barn með heimasætunni og lagði svo á, að hún létist í slysi og sonurinn yrði prestur. Fyrir altarinu í Féykishólakirkju átti hann að snúa blessunarorðunum upp á djöfulinn og kirkjan sykki, nema hann yrði lagður í gegn með sveðju hertri í vígðu vatni. Prestur var lagður í gegn, þannig að kirkjan sökk ekki en samkvæmt orðum draugsa brann hún skömmu síðar til grunna. Hið eina, sem varð eftir af prestinum voru þrír blóðdropar. Gamalt topphlaðið brunnhús, einungis hlaðið úr torfi, stóð á jörðinni til skamms tíma.

 

Myndasafn

Í grennd

Bær í Hrutafirði
Arndís auðuga Steinólfsdóttir nam land út frá Borðeyri og settist að á Bæ. Landnámabók segir, að Bálki Blængsson, sem var fyrstur landnámsmanna við Hr…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )