Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mókollsdalur

Mókollsdalur

Mókollsdalur inn af Þrúðardal í Kollafirði heitir eftir Mókolli landnámsmanni á Felli, sem er sagður heygður í dalnum. Samkvæmt athugunum Olaviusar Olaviusar virtist leir úr Bleikjuholti vel til postulínsgerðar fallinn og var notaður til fatalitunar og til græðslu sára með góðum árangri fyrr á öldum. Ekkert varð úr hugmyndum um lagningu járnbrautar úr dalnum til leirflutninga en þó nokkuð var samt flutt á hestum og úr landi snemma á 20. öldinni.

Til er saga af bónda nokkrum, sem reyndi að drýgja smjör með leirnum, þegar hann átti að greiða afgjald jarðarskika sins og olli það málaferlum. Í dalnum hefur einnig fundizt surtarbrandur og steingerfingar plantna og skordýra. Nú er Bleikjuholtið friðlýst.

Myndasafn

Í grennd

Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Prestbakkakirkja, Strandir
Prestbakkakirkja er í Prestbakkaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi, en Strandaprófastsdæmi var sameinað því 1970 og fluttist þá um leið úr Skálholtsb…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )