Drangsnes er sjávarútvegsþorp á Selströnd, yst við norðanverðan Steingrímsfjörð, sem tók að myndast á þriðja tug þessarar aldar. Drangsnes fær nafn sitt af háum steindrang niðri við sjó og ber nafnið Kerling. Þjóðsagan segir að Kerling sé ein þriggja tröllkerlinga sem ætluðu að moka Vestfirði frá meginlandinu.
Þjónusta við ferðamenn eykst og stendur nú margt til boða og má þar telja silungsveiði í nærliggjandi vötnum og sjóstangaveið en það er mjög stutt er á gjöful fiskimið. Frá Drangsnesi eru boðnar ferðir til Grímseyjar en þar er fjölbreytt fuglalíf og stór lundabyggð.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 303 km um Hvalfjarðargöng.