Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Varmahlíð, Skagafjörður

Varmahlíð

Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Jarðhiti er mikill á þessu svæði. Hann er nýttur til ylræktar, húshitunar og sundlaugar. Skógrækt er stunduð í vaxandi mæli (Reykjarhólsskógur).

Árið 1931 hófst þar gisti- og veitingaþjónusta, sem hefur aukizt með árunum. Varmahlíð er skólasetur með aðsetri náttúrgripasafns Skagafjarðar. Stutt er í byggðasafnið að Glaumbæ. Það er upplagt að nýta Varmahlíð sem miðstöð skoðunarferða um nágrennið. Ferð í kringum Skaga tekur lungann úr deginum. Þá er farið um Laxárdal að Ketubjörgum , fram hjá Hrauni á Skaga, um Kálfshamarsvík og Skagaströnd (Kántríbæ). Þá er hægt að taka stefnuna austur á bóginn um Hóla í Hjaltadal, Hofsós (Vesturfarasetrið og pakkhúsið), líta inn á Sölvabar að Lónkoti og skoða tjald galdramannsins og snúa við á Siglufirði, sem státar af Síldarminjasafninu.
» Lesa meira
Sunnar í Skagafirði er Austurdalur með Merkigili og Ábæjarkirkju. Sumir vilja halda til fjalla og aka suður úr Skagafirði að Ingólfsskála við rætur Hofsjökuls eða að Laugafelli og baða sig þar í heitri laug nærri skálanum.
Aðrir áhugaverðir staðir í nágrenninu eru Víðimýri, Glaumbær, Arnarstapi og Hegranes. Reiðtúrar, flúðasiglingar og ferðir í Drangey eru sívinsælar.

Stangveiði er víða stunduð í héraðinu, bæði í ám og vötnum, og sumir bregða sér til Sauðárkróks eða norður að Skagafirði til að stunda strandveiði.

Á veturna nýtur útivistarfólk góðs skíðasvæðis og fer síðan í afslappandi bað í sundlauginni í Varmahlíð og geta fengið nudd þar, ef þeir óska. Rjúpna- og gæsaveiðisvæði eru vinsæl meðal skotveiðimanna. Stangveiðimenn finna fjölda veiðivatna og áa til að sinna hugðarefnum sínum.
Kaupfélag Skagfirðinga (Olis) rekur verzlun og veitingastað í Varmahlíð.

Tjaldstæði er í Reykjarhólnum suðvestanverðum og ofar í hlíðum hans eru sumarhús með heitum pottum og öllum hugsanlegum þægindum. Austan Varmahlíðar eru sumarhús með rúmstæði fyrir 6 manns hvert og svefnlofti fyrir 10-12 manns.

Einhverjir örlagaríkustu atburðir Íslandssögunnar áttu sér stað í Skagafirði auk mestu bardaga Sturlungaaldarinnar, og þar með Íslandssögunnar, sem leiddu til loka þjóðveldisins. Hinn mannskæðasti var Hauganesbardagi og síðan Örlygsstaðabardagi, sem háður var 1238. Að honum afstöðnum lauk valdatíð Sturlunga en þeir voru ein valdamesta ætt landsins.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 290 km.

Kort Norðurland

Myndasafn

Í grennd

Arnarstapi, Vatnsskarði
Arnarstapi er hóll rétt við þjóðveginn í austanverðu Vatnsskarði. Þaðan er útsýni gott yfir mestan hluta Skagafjarðar og skammt er í Víðimýrarsel og V…
Austurdalur í Skagafirði
Austurdalur í Skagafirði er næstum 50 km langur. Hann nær frá ármótum Austari- og Vestari Jökulsáa,  sem Héraðsvötn myndast. Austurdalur er þröngur og…
Austurdalur-Merkigil-Nýibær-Ábær
Merkigil á sér merkilega sögu, einkum í tengslum við kjarnakonuna Móníku Helgadóttur. Guðmundur  Hagalín skrifaði heila bók um hana: „Konan í dalnum o…
Drangey
Drangey er u.þ.b 700.000 ára, þverhníptur móbergsklettur í Skagafirði. Hæst er hún 180 m og flatarmálið er 0,2 km². Hún er aðeins kleif á einum stað, …
Flugumýri, Blönduhlíð
Flugumýri er bær og kirkjustaður í Blönduhlíð. Kirkjan, sem þar stendur, var vígð árið 1930. Meðal merkra manna, sem bjuggu á staðnum var Þórir dúfun…
Galdrar og galdrabrennur á Íslandi
Galdrafárið í Evrópu hófst um 1480 og stóð fram undir 1700. Til Íslands bárust áhrifin frá Danmörku og Þýskalandi. Þeirra tók þó ekki að gæta hér að r…
Geldingaholt
Geldingaholt er bær og fyrrum kirkjustaður í Seyluhreppi í Skagafirði. Bærinn stendur á hæð austan í Langholti. Sóknin var aflögð 1768 og sameinuð Gla…
Glaumbær Byggðsafn Skagfirðinga
Sögu húsanna að Glaumbæ má rekja til nokkurra tímabila á 18. og 19. öld en þau voru öll reist í ríkjandi  stíl í sveitum landsins fram til aldamótanna…
Glóðafeykir
Glóðafeykir (910m) blasir við sjónum þeirra, sem koma akandi úr vestri niður í Skagafjörð af Stóra- Vatnsskarði. Hann er tilkomumikið og formfagur me…
Grettislaug
Grettissaga segir frá því, að eldur hafi slokknað í Drangey hjá þeim bræðrum Gretti og Illuga vegna   slælegrar gæzlu þrælsins Glaums. Þá bjó Grettir …
Hegranes
Hegranes er u.þ.b. 15 km langt og 5 km breitt landsvæði milli kvísla Héraðsvatna áður en þau falla til   sjávar. Það er hæðótt með blágrýtisásum og þv…
Héraðsvötn
Héraðsvötn eru mestu fallvötn í Skagafirði. Þau verða til við samruna Jökulsánna austari og vestari sem   báðar koma undan Hofsjökli. Austari áin er v…
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Hraunþúfuklaustur
Hraunþúfuklaustur er rústir innst inni í Vesturdal í Skagafirði, við ármót Runukvíslar og Hraunþúfuár,   sem eru upptök Hofsár. Rústirnar eru u.þ.b. 8…
Húseyjarkvísl
Húseyjarkvíslin er fyrsta áin, sem ekið er yfir rétt fyrir neðan Varmahlíð á leiðinni til Akureyrar. Hún er miðlungsstór og þar eru leyfðar þrjár sten…
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Mælifellskirkja
Mælifellskirkja er í Mælifellsprestakali í Skagafjarðarprófastsdæmi. Mælifell er bær, prestssetur og  við   rætur Mælifellshnjúks. Þar voru katólskar …
Norðurárdalur Skagafjörður
Norðurárdalur í Akrahreppi tengir Skagafjörð um Öxnadalsheiði (540m) við Eyjafjörð. Áður en haldið  er   austur yfir Öxnadalsheiði blasir lægri fjallv…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Örlygsstaðir, Skagafjörður
Örlygsstaðir eru sögustaður í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar eru tóttir og leifar af gerði í kringum þær í  mýrarflóa, en ekki er víst, að þar hafi veri…
Reykjarhólsskógur
Reykjarhólsskógur er suðvestan Varmahlíðar í Skagafirði. Flatarmál skógargirðingar 1995 var 17,5 ha   (gróðursettar plöntur 237.099, fjöldi tegunda 22…
Reynistaður
Reynistaður er bær og kirkjustaður u.þ.b. 10 km sunnan Sauðárkróks utan Langsholts við Staðará  (Sæmundará). Þar hét áður Staður á Reynisnesi. Þar var…
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Söguferð á eigin vegum
Á eigin vegum  Söguferð á eigin vegum um HRINGVEGINN á 7 dögum (eða þar um bil) Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk …
Stóru Akrar
Skúli Magnússon, landfógeti, var lengstum sýslumaður í Skagafirði og bjó að Stóru-Ökrum. Eftir standa bæ Skúla (byggður 1743-45) tvö samhliða hús, bæ…
Tjaldstæðið Varmahlíð
Árið 1931 hófst þar gisti- og veitingaþjónusta, sem hefur aukizt með árunum. Varmahlíð er skólasetur með aðsetri náttúrgripasafns Skagafjarðar. Stutt …
Vallhólmur, Skagafirði
Vallhólmur (Hólmurinn) er flatlendið milli Húseyjarkvíslar og Héraðsvatna, aðallega framburður   Jökulánna. Þarna eru valllendisbakkar og mýrar og ágæ…
Vesturdalur
Vesturdalur í Skagafirði er í miðju þriggja dala suður úr Skagafirði. Hann er búsældarlegur nyrzt með góðu undirlendi og hálsum og sunnar er hann hlíð…
Víðimýrarkirkja
Víðimýrarkirkja (1834), sem er í eigu Þjóðminjasafns, er „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur  gamallar byggingalistar, sem til er” að sögn Kr…
Vindheimamelar
Vindheimamelar eru á nyrztu drögum Reykjatungu á fornu sjávarmáli stórs fjarðar í Tungusveit.    Láglendið norðar var sjávarbotn í lok ísaldar. Skiphó…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )