Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjarhólsskógur

Varmahlíð

Reykjarhólsskógur er suðvestan Varmahlíðar í Skagafirði. Flatarmál skógargirðingar 1995 var 17,5 ha   (gróðursettar plöntur 237.099, fjöldi tegunda 22, fjöldi kvæma 47).

Með samningi frá 24. júlí 1942 fékk skógræktarnefnd Skagafjarðarsýslu allt að 20 ha spildu úr landi Reykjarhóls í Seyluhreppi hjá héraðsskólanum í Varmahlíð til ævarandi og leigulausra afnota.

Árið 1943 var 1,8 km löng girðing utan um þessa spildu sett upp og síðan stækkuð skömmu síðar (17,5 ha).

Árið 1950 yfirtók Skógrækt ríkisins þessi réttindi með samningi við skólanefnd héraðsskólans. Árið 1958 yfirtók Menningarsetur Skagfirðinga í Varmahlíð eignir Varmahlíðarfélagsins.

Gróðursetning hófst 1947 með 3000 birkiplöntum (Bæjarstaðakvæmi) og næstu 2 áratugina var haldið áfram af miklum krafti, þar til mestur hluti afgirta svæðisins var fyllt.

Fyrstu árin urðu veruleg vanhöld á ýmsum tegundum og fyllt var í skörðin. Þegar skógurinn óx upp, var hann mjög þéttur.

Vandamál við ræktun á þessum stað reyndust mörg framan af vegna sáralítil reynsla var af skógrækt. Langerfiðast var að fást við grasvöxt, þar sem snarrótarpunktur var allsráðandi líkt og víða í Skagafirði, þar sem land er friðað fyrir beit. Sigurður Jónsson, skógarvörður, lagði áherzlu á að planta snemma á vorin (skýrsla frá 1960) áður en jörð þornar of mikið í þrálátum vorþurrkum. Vandamálið vegna grasvaxtarins voru meiri vegna notkunar tilbúins áburðar við gróðursetningu.

Eftir að plönturnar komust upp úr grasinu myndaðist samfellt gróðurþak fyrr en ella vegna þess, hve þétt var gróðursett. Síðan hafa margar trátegundir vaxið ótrúlega vel, mun betur en menn þorðu að vona í upphafi. Álíta má, að það hafi verið happadrjúgt að planta þétt til að kæfa snarrótarpunktina hið fyrsta.

Eftir 1980 var ljóst, að nauðsynlegt var að hefja grisjun. Fjórum árum síðar var hafizt handa við grisjun nokkurra efstu teiganna. Árlega hefur verið grisjað síðan 1988, þannig að skógurinn er kominn í allgott horf (1995).

Einkenni Reykjarhólsskógar eru hversu tegundum þar er blandað saman. Að því leyti sker hann sig úr flestum ræktuðum skógum landsins. Svona samsetning skógar er einmitt æskileg í yndisskógi fyrir gesti. Skógrækt ríkissins vill því gjarnan að þessu leyti kynna Reykjarhólsskóg sem fyrirmynd að ræktuðuðum útivistarskógi.

Myndasafn

Í grennd

Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Sauðárkrókur
Sauðárkrókur er kaupstaður innst í Skagafirði vestanverðum. Þar er blómleg útgerð og fiskvinnsla og öflug þjónusta við nágrannasveitir. Ferðaþjónusta …
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )